Fréttir

Nordic Golf: Góður dagur hjá íslensku strákunum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 16:45

Nordic Golf: Góður dagur hjá íslensku strákunum

Fimm íslenskir kylfingar hófu í dag leik á PGA Championship mótinu en það er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Leikið er á Österlens golfvellinum sem er í Svíþjóð. Kylfingarnir fimm sem um ræðir eru þeir Andri Þór Björnsson, Aron Bergsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Það var Guðmundur sem lék best af strákunum en hann kom í hús á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn skolla og restina pör og er eftir daginn jafn í sjötta sæti, þremur höggum á eftir efsta manni. Skorkortið hjá Guðmundi má sjá hér að neðan.

Andri, Aron og Haraldur léku allir á 69 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Þeir eru jafnir í 18. sæti eftir daginn. Axel kom svo í hús á 73 höggum, eða tveimur höggum yfir pari, og er hann jafn í 87. sæti eftir daginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.