Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst enn efsti Íslendingurinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 22:28

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst enn efsti Íslendingurinn

Eftir mót helgarinnar á Nordic Golf mótaröðinni er Ólafur Björn Loftsson kominn upp í 155. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Ólafur Björn er einn fimm íslenskra kylfinga sem hefur leikið á mótaröðinni en hún er sú þriðja sterkasta í Evrópu.

Guðmundur Ágúst hefur staðið sig best á tímabilinu en hann er í 26. sæti stigalistans. Alls hefur hann þénað 10.546 evrur á tímabilinu sem er rúmlega 6.000 evrum meira en Haraldur Franklín Magnús sem er í 61. sæti.


Staða íslensku kylfinganna á stigalistanum.

Næsta mót á Nordic Golf mótaröðinni fer fram dagana 12.-14. september. Þar eru þeir Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Ólafur Björn allir skráðir til leiks.

Hér er hægt að sjá stöðu stigalistans í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)