Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur í bráðabana um sigurinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 14:00

Nordic Golf: Guðmundur í bráðabana um sigurinn

Lokahringurinn á PGA Championship mótinu á Nordic Golf mótaröðinni fró fram fyrr í dag. Fyrir lokahringinn var Guðmundur Ágúst Kristjánsson í forystu og lék hann hringinn í dag á einu höggi undir pari. Hann endaði því jafn Dananum Christian Bæch Christiansen í efsta sæti á samtals 9 höggum undir pari. 

Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit en eftir að þrjár holur höfðu verið leiknar í bráðabananum þurfti að fresta leik vegna veðurs. Úrslitin eru því ekki ljós en fréttin verður uppfærð um leið og leik er lokið.

Örninn 2025
Örninn 2025

Haraldur Franklín Magnús endaði jafn í 8. sæti á samtals 6 höggum undir pari eftir góðan lokahring sem hann lék á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Á hringnum fékk Haraldur fjóra fugla, einn skolla og restin pör.

Andri Þór Björnsson náði sér ekki á strik í dag en fyrir daginn var hann jafn í 7. sæti á samtals fimm höggum undir pari. Hringinn í dag lék hann á 75 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Hann lýkur því leik jafn í 35. sæti á samtals einu höggi undir pari.

Axel Bóasson og Aron Bergsson voru einnig að meðal keppenda en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.