Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur og Ólafur báðir yfir pari
Ólafur Björn Loftsson
Miðvikudagur 12. september 2018 kl. 13:20

Nordic Golf: Guðmundur og Ólafur báðir yfir pari

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson hafa báðir lokið leik á fyrsta hring Tinderbox Charity Challenge mótinu sem hófst í dag á Nordic Golf mótaröðinni. Ólafur lék betur af þeim tveimur en hann kom í hús á 73 höggum á meðan Guðmundur lék á 75 höggum.

Ólafur hóf leik á 10. holu í dag og var spilamennska hans nokkuð stöðug í allan dag. Hann fékk einn tvöfaldan skolla, einn skolla, tvo fugla og restina pör. Hringinn endaði hann því á einu höggi yfir pari og er eins og staðan er núna jafn í 46. sæti.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur hóf leik á fyrstu holu í dag. Hann fékk fjóra skolla á sínum hring og á móti fékk hann einn fugl. Þrír yfir pari var niðurstaðan og er Guðmundur jafn í 79. sæti eins og staðan er núna.

Andri Þór Björnsson er einnig á meðal keppenda. Hann hefur lokið við níu holur og er á einu höggi undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)