Nordic Golf: Haraldur á meðal fimm efstu | Frábær lokahringur hjá Axel
Þeir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson luku í dag leik Tour Final mótinu en mótið var lokamót ársins á Nordic Golf mótaröðinni. Haraldur endaði lokamótið jafn í fjórða sæti og kórónaði þannig gott tímabil. Axel lék frábært golf á lokahringnum og kom sér upp um 11 sæti og endaði mótið á meðal 10 efstu.
Haraldur var jafn í áttunda sæti fyrir lokadaginn á 10 höggum undir pari. Hann lék stöðugt golf í dag eins og fyrstu tvo dagana. Á hringnum í dag fékk hann fjóra fugla og aðeins einn skolla sem kom á lokaholunni. Í mótinu öllu fékk Haraldur aðeins tvo skolla. Hann endaði mótið á samtals 13 höggum undir pari.
Axel lék á 66 höggum í dag, eða sex höggum undir pari. Það var hans besti hringur í mótinu og endaði hann mótið á samtals 11 höggum undir pari. Það dugði til að enda jafn í 10. sæti.
Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.
Axel Bóasson.