Fréttir

Ný æfingaaðstaða á Selfossi
Fjöldi manns mætti á opnuna í dag. Mynd: Facebook.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 11. janúar 2020 kl. 23:27

Ný æfingaaðstaða á Selfossi

Golfklúbbur Selfoss tók í dag formlega í notkun nýtt áhaldahús og æfingaaðstöðu á Svarfhólsvelli. Um er að ræða glæsilega inniaðstöðu fyrir kylfinga en klúbburinn hefur hingað til leigt æfingaaðstöðu á Selfossi. Þá hefur tækjakostur félagsins hingað til ekki haft húsaskjól en á vellinum var lítið áhaldahús sem byggt var til bráðabirgða árið 1990.

„Þetta hús breytir öllu fyrir okkur, nú erum við með okkar eigið húsnæði en við höfum þurft að leigja aðstöðu hingað til og það kostar lítinn golfklúbb eins og okkar mjög mikið,“ sagði Páll Sveinsson, formaður Golfklúbbs Selfoss, í samtali við sunnlenska.is.

Það var fjölmenni við opnunarathöfnunina í dag þar sem félagsmenn og gestir kynntu sér aðstöðuna, prófuðu hermirinn og síðan var haldið púttmót í tilefni dagsins.

Nánar er hægt að lesa um málið með því að smella hér.


Mynd: Facebook.


Mynd: Facebook.