Fréttir

Nýtt forgjafarkerfi tekið í notkun á næsta ári
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 09:00

Nýtt forgjafarkerfi tekið í notkun á næsta ári

Á fundi Evrópska golfsambandsins (EGA) í vikunni var samþykkt einróma að taka í notkun hið nýja heimsforgjafarkerfi (WHS) frá og með næstu áramótum. Með WHS verða öll sex forgjafarkerfi heims sameinuð í eitt kerfi, svo allir kylfinga heims getið leikið eftir sömu forgjafarreglum.

Meðal fundargesta hjá sambandi EGA var Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, en á heimasíðu Golfsambandsins greinir hann frá því að umrætt forgjafarkerfi verði tekið í notkun á Íslandi fyrir næsta tímabil.

„Við munum gera allt til að vera tilbúin um vorið 2020,“ sagði Haukur Örn meðal annars.

Undanfarin ár hafa íslenskir kylfingar leikið samkvæmt EGA forgjafarkerfinu. Nýja kerfið virkar í grófum dráttum þannig að forgjöfin mun reiknast út frá meðaltali bestu átta hringjanna af þeim síðustu 20 sem kylfingurinn lék. Ný forgjöf mun því taka mið af meðaltali síðustu hringja.