Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ökuníðings leitað eftir að hann keyrði yfir 12. flöt á Selfossi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 1. ágúst 2025 kl. 12:22

Ökuníðings leitað eftir að hann keyrði yfir 12. flöt á Selfossi

„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og verður þetta kært til lögreglu, sem leitar ökuníðingsins og erum við vongóðir um að finna kauða því hægt er að styðjast við upptökur úr öryggismyndavélum,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss. Þegar vallarstarfsmenn mættu í morgun og áttu að eiga náðugan og stuttan vinnudag, blasti ekki við þeim fögur sjón, ökunýðingur hafði keyrt inn á golfvöllinn og keyrði fram og til baka á 12. flötinni! 

Blessunarlega var bíllinn á sumardekkjum, annars hefði getað farið mun verr.

„Þetta er ein nýja flatanna okkar, hún hafði komið einn verst undan vetrinum en var búin að taka vel við sér að undanförnu og þess vegna var áfall að sjá hvað hafði gengið á í nótt. Hvað ökuníðinguirnn var að spá er ömögulegt að segja til um og ekki nóg með að hann hafi keyrt fram og til baka á flötinni, þá skyldi hann smokk eftir á henni. Fólk má dæma fyrir sjálft hvort smokkurinn hafi verið notaður eða ekki en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ljóst að atvikið verður kært til lögreglu,“ sagði Hlynur.

Örninn 2025
Örninn 2025