Fréttir

Ólafía lék lokahringinn á parinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2019 kl. 18:10

Ólafía lék lokahringinn á parinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag lokahringinn á Marathon Classic mótinu á pari vallarins og endaði því mótið á 5 höggum yfir pari.

Með hringnum vann Ólafía sig upp um þrjú sæti milli hringja en endaði þó ekki ofar en í 74. sæti af þeim 77 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn.

Á hring dagsins fékk Ólafía alls fjóra fugla og fjóra skolla. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Efstu kylfingar mótsins eru nú byrjaðir á lokahringnum og er Sei Young Kim í forystu á 17 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.