Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Ólafur á 8 undir og Einar með 44 punkta
Ólafur Björn Loftsson var í stuði á Hlíðavelli.
Mánudagur 11. maí 2020 kl. 09:15

Ólafur á 8 undir og Einar með 44 punkta

Ólafur Björn Loftsson, GKG var heitur á Hlíðavelli á Ecco mótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ síðasta laugardag. Hann gerði sér lítið fyrir og fékk 8 fugla og engan skolla og skilaði hring á 64 höggum.  Heimamaðurinn Einar Gústavsson í Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði örugglega í punktakeppninni og skilaði 44 punktum í hús. Hann er með 25 í forgjöf og lék golf í stíl við hana fyrstu tólf holurnar en gerði sér svo lítið fyrir og lék síðustu sex holurnar á pari. Fékk reyndar líka par á 10. braut þannig að hann skilaði sjö pörum í hús á seinni níu.  Keppendur voru tvöhundruð og einn.

Í höggleiknum var Andri Þór Björnsson, GR á -6 og Haraldur Franklín þriðji á -4. Í punktakeppninni var Ásgeir Þór Árnason í Golfklúbbi Álftaness annar með 41 punkt og Halldór Magni Þórðarson í GM var þriðji með 40 punkta.

Aðstæður voru fínar, gott veður og völlurinn í góðu ásigkomulagi.