Fréttir

Opið fyrir skráningu á fyrsta mót GSÍ mótaraðarinnar
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 7. maí 2021 kl. 17:08

Opið fyrir skráningu á fyrsta mót GSÍ mótaraðarinnar

Fyrsta mót ársins á GSÍ mótaröðinni fer fram dagana 14.-16. maí næstkomandi. ÍSAM mótið eins og það heitir verður haldið á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar en Íslandsmótið í höggleik var leikið á vellinum í fyrra.

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 72, þó skulu að lágmarki 24 keppendur fá þátttökurétt í hvorum flokki. Þáttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5.5 og í kvennaflokki 8.5.

Allar nánari upplýsingar varðandi mótið og skráningu má nálgast hérna.