Fréttir

Öruggur sigur hjá Axel á Leirumótinu
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 6. júní 2021 kl. 22:21

Öruggur sigur hjá Axel á Leirumótinu

Axel Bóasson fagnaði öruggum sigri á Leirumótinu sem kláraðist í dag á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Surðunesja. Mótið er þriðja mót ársins á GSÍ mótaröðinni en þetta var fyrsta mótið sem Axel leikur í á þessu ári.

Fyrir daginn var baráttan milli hans og Andra Más Óskarssonar. Strax á fyrstu holu var tveggja högga sveifla Axel í hag og var þá forysta Axels orðin fimm högg. Um miðjan hring fékk Axel þrjá fugla á meðan Andri fékk pör og var þá forystan orðin örugg. Axel endaði á að leika á 68 höggum í dag, eða fjórum höggum undir pari. Hann endaði mótið á 12 höggum undir pari og varð hann sjö höggum á undan Andra sem varð einn í öðru sæti á fimm höggum undir pari.

Þrír kylfingar urðu jafnir í þriðja sæti á höggi undir pari. Það voru þeir Fannar Ingi Steingrímsson, Ingi Þór Ólafson og Birgir Björn Magnússon.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Andri Már Óskarsson.