Fréttir

Ótrúleg saga af 99 ára kylfingi í Ástralíu
Ráshóparnir tveir sem komu við sögu í draumahögginu. - mynd Twitter
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 06:35

Ótrúleg saga af 99 ára kylfingi í Ástralíu

Það hefur aldrei þótt góður golfsiður að slá fram fyrir ráshópinn sem leikur á undan manni. Þar fyrir utan er það stórhættulegt.

Í tilfelli hins 99 ára gamla Hugh Brown frá Ástralíu verður það þó að fyrirgefast. Brown sem á aðeins 2 mánuði í að verða 100 ára var við leik ásamt félögum sínum á hinni 145 metra löngu 5. braut Indooroopilly Golf Club. 

Eins og gefur að skilja er Brown ekki högglengsti kylfingur í heimi og vanalega drífur hann ekki inn á flötina í upphafshöggi. Hann gerði það þó í þetta sinn og það á meðan ráshópurinn á undan var enn að pútta. Það er óhætt að segja að kylfingarnir í ráshópnum á undan hafi orðið undrandi þegar þeir sáu bolta Brown rúlla rólega ofan í miðja holuna.

Nánar um draumahögg Brown í stórskemmtilegu myndbandi hér að neðan.