Fréttir

Ótrúlegar fjárhæðir í boði á PGA mótaröðinnu
Tiger Woods hefur þénað mest allra á PGA mótaröðinni frá upphafi. Hann á einnig mikinn þátt í því hversu mikið verðlaunafé hefur aukist á síðustu árum.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 6. október 2021 kl. 08:19

Ótrúlegar fjárhæðir í boði á PGA mótaröðinnu

Það eru engin sultarlaun í boði fyrir þá sem standa sig vel á PGA mótaröðinni í dag. Upphæðirnar sem kylfingar fá í sinn hlut hafa aukist gríðarlega síðustu árin.

Tiger Woods er eðlilega sá kylfingur sem mest hefur þénað á sínum ferli eða um 120 milljónir dollara.

Jack Nicklaus sem af mörgum er talinn besti kylfingur sögunnar þénaði aðeins 5.734.031 dollara á sínum ferli þrátt fyrir að hafa sigrað á 18 risamótum.

Margir kylfingar hafa náð að þéna yfir 10 milljónir dollara á síðustu árum án þess að vinna einn einasta sigur. Hér er listi yfir nokkra þeirra.

  • David Hearn 10.004.615$
  • Charlie Wi 10.079.659 $
  • Tommy Fleetwood 10.940.624 $
  • Brett Quigley 11.058.693 $
  • Graham DeLaet 11.265.285$
  • Brendon de Jonge 11.568.484 $
  • Jeff Overton 12.790.635 $
  • Briny Baied 13.251.178 $
  • Brian Davis 13.374.228 $
  • Cameron Tringale 14.487.568 $

Fínustu laun sem þessir ágætu menn hafa unnið sér inn á síðustu árum án þess að hafa skarað fram úr.