Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

Páll Birkir púttmeistari GR
Mánudagur 27. mars 2023 kl. 07:59

Páll Birkir púttmeistari GR

Páll Birkir Reynisson er púttmeistari GR á á Ecco-mótaröðinni. Hann sigraði örugglega, 7 púttum á undan Kristni Má Matthíassyni sem lenti í öðru sæti.

Gríðarleg spenna var í liðakeppninni allt til loka en að lokum náði lið 4 (Guðmundur Óskar Hauksson, Ingimar Friðriksson, Jónas Gunnarsson, Kristján Ólafsson, Róbert Arnþórsson) að verja titilinn frá í fyrra og lék á 664 púttum, lið nr. 1 (Jón Karlsson, Jón Þór Ólafsson, Jónas Kristjánsson, Karl Vídalín, Páll Birkir Reynirsson) varð að láta sér nægja annað sætið 3 púttum á eftir. Sá er lék besti í lokaumferðinni á 51 pútti var Sigurður Stefán Haraldsson (15).

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Ecco var aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Golfklúbbnum í Fossaleyni, en fjölmargir aðrir aðilar gáfu verðlaun og kaffiveitingar í mótaröðina.

Hinn góðkunni GRingur og stórkylfingur Halldór B. Kristjánsson er guðfaðir og yfirumsjónamaður púttmótaraðar GR er líklega er vinsælasta og stærsta vetrargolfmót sem haldið er á Íslandi. Púttmótaröðin hefur farið fram í golfskálanum á Korpúlfsstöðum í ríflega 20 ár. Mótaröðin hófst þann 19. janúar og voru leiknar 10 umferðir alla fimmtudaga eftir það. Alls léku 189 manns á mótaröðinni.