Fréttir

Patty í kjörstöðu til að vinna sinn fyrsta risatitil
Patty Tavatanakit.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 4. apríl 2021 kl. 08:37

Patty í kjörstöðu til að vinna sinn fyrsta risatitil

Hin 21 árs gamla Patty Tavatanakit er með fimm högga forystu fyrir lokahringinn á ANA Inspiration mótinu sem fram fer á LPGA mótaröðiinni. Um er að ræða fyrsta risamót ársins í kvennaflokki.

Tavatanakit hefur verið í algjörum sérflokki í mótinu til þessa og er á 14 höggum undir pari eftir hringina þrjá (66, 69, 67). Tavatanakit er í leit að sínum fyrsta risatitli á ferlinum og jafnframt sínum fyrsta sigri á LPGA mótaröðinni.

Sigurvegari síðasta árs, Mirim Lee, og Ally Ewing deila öðru sætinu á 9 höggum undir pari. Fyrrum efsti kylfingur heimslistans, Shanshan Feng, er svo í 4. sæti á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Patty Tavatanakit, -14
2. Ally Ewing, -9
2. Mirim Lee, -9
4. Shanshan Feng, -8
5. Inbee Park, -7
5. Charley Hull, -7