Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Pepperell slær í gegn í nýju myndbandi frá Evrópumótaröðinni
Eddie Pepperell hefur tvisvar fagnað sigri á Evrópumótaröðinni.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 10:00

Pepperell slær í gegn í nýju myndbandi frá Evrópumótaröðinni

Englendingurinn Eddie Pepperell er einn skrautlegasti kylfingur Evrópumótaraðarinnar. Sem dæmi þá spilaði hann til að mynda lokahringinn á Opna mótinu fyrir tveimur árum með timburmenn.

Á dögunum var Pepperell fenginn í skemmtilegt myndband hjá Evrópumótaröðinni þar sem hitað var upp fyrir Opna ítalska mótið sem hefst einmitt í dag.

Pepperell var þar fenginn í það auðvelda hlutverk að borða ítalskan mat og stóð hann sig með prýði. Rory McIlroy vildi meina að þetta væri besta myndband Evrópumótaraðarinnar til þessa og Thomas Björn var einnig sáttur með það.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan: