Fréttir

Perla og Gunnlaugur Íslandsmeistarar í flokki 14 ára og yngri
Verðlaunahafar í stúlknaflokki 14 ára og yngri. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 21:28

Perla og Gunnlaugur Íslandsmeistarar í flokki 14 ára og yngri

Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR og Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG urðu í gær Íslandsmeistarar í höggleik í flokki 14 ára og yngri. Leikið var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og léku allir flokkar þrjá hringi.

Í strákaflokki var Gunnlaugur í forystu frá fyrsta hring og sigraði að lokum með níu högga mun en hann lék samtals á 12 höggum yfir pari. Þetta var fyrsti sigur Gunnlaugs á tímabilinu en hann hafði verið í toppbaráttunni í öllum hinum fjórum mótunum og því sigurinn kærkominn.

Markús Marelsson og Veigar Heiðarsson enduðu jafnir í öðru sæti á 21 höggi yfir pari.

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (76-77-72) 225 högg (+12)
2.-3. Markús Marelsson, GKG (79-81-74) 234 högg (+21)
2.-3. Veigar Heiðarsson, GA (77-81-76) 234 högg (+21)
4. Elías Ágúst Andrason, GR (77-83-77) 237 högg (+24)
5. Guðjón Frans Halldórsson, GKG (79-89-76) 244 högg (+31)


Verðlaunahafar í strákaflokki 14 ára og yngri. Mynd: [email protected]

Perla Sól sigraði einnig með yfirburðum en þetta var fimmti sigur hennar á tímabilinu í jafn mörgum mótum. Árangurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Perla er einungis 12 ára gömul og á því tvö ár eftir í þessum flokki.

Perla lék hringina þrjá á 15 höggum yfir pari og varð 33 höggum á undan Helgu Signý Pálsdóttur GR sem endaði önnur. Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS varð í þriðja sæti. 

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (78-79-71) 228 högg (+15)
2. Helga Signý Pálsdóttir, GR (92-84-85) 261 högg (+48)
3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (94-91-83) 268 högg (+55)
4. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (92-101-83) 276 högg (+63) 
5. Auður Bergrún Snorradóttir, GA (91-93-94) 278 högg (+65)