Fréttir

Perla og Markús Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 14 ára og yngri
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson, Fjóla Margrét, Perla Sól, Helga Signý og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 21:32

Perla og Markús Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 14 ára og yngri

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Markús Marelsson, GKG, hafa slegið í gegn í byrjun sumars á Íslandsbankamótaröðinni en í dag unnu þau bæði sín þriðju mót í röð þegar Íslandsmót unglinga í holukeppni kláraðist á Húsatólftavelli í Grindavík.

Í strákaflokki 14 ára og yngri hafði Markús betur gegn Skúla Gunnari Ágústssyni í úrslitaleiknum, 4/3. Markús lék frábært golf í höggleiknum og fór því efstur inn í holukeppnina þar sem hann vann alla sína fjóra leiki.

Í leiknum um þriðja sætið var mikil spenna en leikurinn fór alla leið á 19. holu þar sem Veigar Heiðarsson setti niður langt pútt fyrir sigri. Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 4. sæti.

Úrslit allra leikja í strákaflokki:


Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Veigar, Markús, Skúli og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG. Mynd: [email protected]

Í stúlknaflokki 14 ára og yngri hafði Perla Sól betur gegn Helgu Signýju Pálsdóttur í úrslitaleiknum, 6/4. Líkt og Markús, þá var Perla Sól best í höggleiknum og því sat hún hjá í 16 manna úrslitunum. Í 8 manna úrslitum lagði hún Karen Lind af velli 5/4 og svo Pamelu Ósk í undanúrslitum áður en komið var að úrslitaleiknum í dag.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir varð í þriðja sæti eftir nauman sigur, 1/0, gegn Pamelu Ósk.

Úrslit allra leikja í stúlknaflokki: