Fréttir

Perla Sól og Axel best í Korpubikarnum - síðasta stigamóti ársins
Axel og Perla Sól sigruðu í Korpubikarnum. Myndir/Frosti Eiðsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 11. september 2023 kl. 14:30

Perla Sól og Axel best í Korpubikarnum - síðasta stigamóti ársins

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Axel Bóasson, GK, sigruðu í Korpubikarnum, síðasta stigamóti ársins sem fram fór um síðustu helgi á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík.

Perla lék hringina þrjá á þremur höggum undir pari og var átta höggum betri en Heiðrún Hlynsdóttir frá Selfossi. Þriðja varð Auður Bergrún Snorradóttir, GM.

Axel Bóasson tók strax forystu í mótinu og jók hana eftir því sem á leið. Hann endaði á -16. Logi Sigurðsson, nýbakaður Íslandsmeistari varð annar á -5. Daníel Ísak Steinarsson, GK, varð þriðji á -4.