Fréttir

Perla Sól tók stórt stökk upp heimslista áhugakylfinga
Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 2. maí 2022 kl. 07:53

Perla Sól tók stórt stökk upp heimslista áhugakylfinga

Úr sæti númer 1.633 í sæti númer 769

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tók með árangri sínum á sterku áhugamannamóti á Englandi, stórt stökk upp heimslista áhugakylfinga.

Perla hafnaði í 6. sæti á mótinu og var á meðal 10 efstu kylfinga alla keppnisdagana.

Það má sjá svipmyndir af lokadegi mótsins hér að neðan. Umfjöllun um Perlu Sól hefst á 02:19.

Fyrir mótið var Perla Sól í sæti númer 1.633 á listanum en með árangri sínum fór hún upp um 864 sæti og situr í sæti númer 769.

Staða kylfinga á heimslista skiptir máli þar sem þeir fá fleiri tækifæri til þátttöku á sterkum áhugamannamótum því hærra sem þeir sitja á listanum.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er efst íslenskra kvenna á listanum en hún situr í sæti númer 315.

Kylfingur fylgist vel með okkar efnilegasta fólki.