Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

PGA: Cink í sérflokki
Stewart Cink.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 17. apríl 2021 kl. 12:34

PGA: Cink í sérflokki

Risameistarinn Stewart Cink er með fimm högga forystu eftir tvo hringi á RBC Heritage mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.

Hinn 47 ára gamli Cink hefur leikið fyrstu tvo hringi mótsins á 63 höggum og er því á 16 höggum undir pari þegar mótið er hálfnað. Um er að ræða mótsmet en áður höfðu Jack Nicklaus (1975) og Phil Mickelson (2002) spilað fyrstu tvo hringi mótsins á 13 höggum undir pari.

Sólning
Sólning

Cink er með fimm högga forystu á Corey Conners sem er í öðru sæti á 11 höggum undir pari. Höggi á eftir Conners er svo Eimiliano Grillo á 10 höggum undir pari.

Stærsti sigur Cink á ferlinum kom á Opna mótinu árið 2009 en þá hafði hann betur gegn samlanda sínum Tom Watson um sigurinn en hann var þá að berjast um risatitil í síðasta skiptið á ferlinum.

Listi yfir sigra Stewart Cink á ferlinum:

1997 - Canon Greater Hartford Open
2000 - MCI Classic
2004 - MCI Heritage
2004 - WGC NEC Invitational
2008 - Travelers Championship
2009 - Opna mótið
2020 - Safeway Open

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Örninn járn 21
Örninn járn 21