Fréttir

PGA: Cink vann fyrsta mótið á nýju tímabili
Stewart Cink og sonur hans.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. september 2020 kl. 15:52

PGA: Cink vann fyrsta mótið á nýju tímabili

Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri á fyrsta móti nýs tímabils á PGA mótaröðinni en fyrsta mót ársins, Safeway Open, kláraðist í gær í Kaliforníu.

Cink sem er orðin 47 ára gamall hefur ekki sigrað á mótaröðin í rúmlega 11 ár. Þá vann hann Opna mótið sem leikið var á Turnberry vellinum og er það eini risatitill Cink til þessa. Nú 11 árum síðar gerði hann sér lítið fyrir og lék hringina fjóra á samtals 21 höggi undir pari. Eftir tvo hringi var Cink á aðeins sjö höggum undir pari en hann datt heldur betur í gírinn á tveimur síðari hringjunum því hann lék þá báða á 65 höggum eða sjö höggum undir pari.

Einn í öðru sæti á 19 höggum undir pari varð Harry Higgs. Fjórir kylfingar urðu svo jafnir í þriðja sæti á 18 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

The drought is over. 🏆

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on