Fréttir

PGA: Connors einn í forystu
Corey Connors.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 5. mars 2021 kl. 23:00

PGA: Connors einn í forystu

Kandamaðurinn Corey Connors er einn í efsta sætinu eftir tvo hringi á Arnold Palmer Invitational mótinu. Hann er höggi á undan næstu mönnum en margri af bestu kylfingum heims fylgjast fast á hæla hans.

Connors hélt uppteknum hætti frá fyrsta hringnum en spilamennskan hefur verið afar stöðug fyrstu tvo hringina. Hann lék á 69 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari, þar sem hann tapaði aðeins einu höggi en á móti fékk hann tvo fugla og einn örn. Connors er samtals á níu höggum undir pari eftir daginn.

Einn í öðru sæti á átta höggum undir pari er Martin Laird. Hann lék á 67 höggum í dag, eða fimm höggum undir pari. Viktor Hovland, Rory McIlroy og Lanto Griffin eru svo jafnir í þriðja sætinu á sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.