Fréttir

PGA: Finau úr leik vegna Covid-19
Tony Finau.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 10:39

PGA: Finau úr leik vegna Covid-19

Bandaríkjamaðurinn Tony Finau er með Covid-19 en þetta kemur fram í tilkynningu frá PGA mótaröðinni.

Finau fór í próf fyrir Shriners Hospital for Children Open sem hefst á morgun, fimmtudag, og verður því ekki með í mótinu.

Finau, sem er í 16. sæti á heimslista karla í golfi, hefur ekki spilað frá því á Opna bandaríska mótinu þar sem hann endaði í 8. sæti. Hann er hins vegar á leið í aðra pásu núna en hann er einn af 11 kylfingum á PGA mótaröðinni sem hefur fengið Covid-19 frá því að hún fór aftur af stað í júní.

Í stað Finau fær Bronson Burgoon sæti hans í mótinu. Hér er hægt að sjá keppendalistann á móti vikunnar á PGA mótaröðinni.