Fréttir

PGA: Fyrsti sigur Burns
Sam Burns.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 2. maí 2021 kl. 22:38

PGA: Fyrsti sigur Burns

Bandaríkjamaðurinn Sam Burns sigraði í dag á Valspar meistaramótinu í golfi sem fór fram á PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er fyrsti sigur Burns á mótaröðinni.

Burns spilaði hringina fjóra á 17 höggum undir pari og varð að lokum þremur höggum á undan Keegan Bradley sem varð annar. Bradley kastaði frá sér möguleika á sigri með tvöföldum skolla á 13. holu og skolla á 15. holu á meðan Burns spilaði yfirvegað golf á lokaholunum.

Viktor Hovland og Cameron Tringale enduðu jafnir í þriðja sæti á 13 höggum undir pari.

Fyrir mót helgarinnar hafði Sam Burns best endað í 3. sæti á PGA mótaröðinni. Burns, sem er 24 ára gamall, sýndi miklar tilfinningar í viðtali eftir sigurinn og þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í þessum sigri.

Hér er hægt að sjá úrslit mótsins.