Fréttir

PGA: Fyrsti sigur Kokrak kom í 233. mótinu
Jason Kokrak. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 19. október 2020 kl. 10:11

PGA: Fyrsti sigur Kokrak kom í 233. mótinu

Bandaríkjamaðurinn Jason Kokrak sigraði í gær á CJ Cup mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Kokrak lék glæsilegt golf alla fjóra dagana og endaði samtals á 20 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Xander Schauffele. Þetta er fyrsti sigur Kokrak á PGA mótaröðinni í 233 tilraunum. 

Kokrak lék manna best á lokahring mótsins þegar hann kom inn á 64 höggum eða 8 höggum undir pari. Fyrir lokaholuna var hann með högg í forskot á Schauffele en þeir léku saman í holli. Kokrak sýndi stáltaugar, fékk öruggan fugl á meðan Schauffele fékk par.

Englendingurinn Tyrrell Hatton og Bandaríkjamaðurinn Russell Henley enduðu jafnir í 3. sæti á 17 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá úrslit mótsins.