Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Higgs skrefi nær sínum fyrsta titli
Harry Higgs. Mynd: PGA mótaröðin.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 21:55

PGA: Higgs skrefi nær sínum fyrsta titli

Harry Higgs fer með tveggja högga forystu inn í lokahringinn á Bermuda meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Higgs er á 17 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringi mótsins og er tveimur höggum á undan Brendon Todd sem er annar.

Higgs spilaði annan daginn í röð á 65 höggum eða sex höggum undir pari í en í dag fékk hann sinn fyrsta skolla í mótinu. Skollinn kom á 14. holu en hann svaraði því með fugli á 16. og 18. holu.

Takist Higgs að sigra á sunnudaginn verður þetta hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni en hann er nýliði á mótaröðinni í ár eftir vel heppnað tímabil á Korn Ferry mótaröðinni í fyrra.

Í gær greindi Kylfingur frá því að Boo Weekley væri óvænt í toppbaráttunni eftir tvo hringi. Weekley lék þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og féll við það niður um 25 sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna fyrir lokahringinn:

1. Harry Higgs, -17
2. Brendon Todd, -15
3. Bo Hoag, Brian Gay, -14
5. Scottie Scheffler, -13