Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

PGA: Homa hafði betur gegn Finau í bráðabana
Max Homa.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 08:46

PGA: Homa hafði betur gegn Finau í bráðabana

Bandaríkjamaðurinn Max Homa sigraði í gær á Genesis Invitational mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Homa sigraði eftir æsispennandi lokahring þar sem hann hafði á endanum betur gegn Tony Finau í bráðabana.

Finau og Homa höfðu báðir spilað hringina fjóra á 12 höggum undir pari og því héldu þeir á 10. holuna í bráðabana. Þar fengu þeir báðir par og spiluðu næst 14. holu þar sem Finau fékk skolla á meðan Homa fékk par og fagnaði sínum öðrum sigri á mótaröðinni.

Sólning
Sólning

Tony Finau hefur nú endað í 2. sæti í 10 mótum á PGA- og Evrópumótaröðinni frá því að hann sigraði á sínu fyrsta móti árið 2016.

Sam Burns, sem var í forystu fyrstu þrjá hringi mótsins, varð að lokum höggi frá því að komast í bráðabanann og endaði í 3. sæti á 11 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá úrslit mótsins.

Örninn járn 21
Örninn járn 21