Fréttir

PGA: Hun An kominn í forystu
Byeong Hun An.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 21. september 2019 kl. 09:50

PGA: Hun An kominn í forystu

Suður-kóreski kylfingurinn Byeong Hun An er með tveggja högga forystu eftir tvo keppnisdaga á Sanderson Farms Championship mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Hun An er á 12 höggum undir pari eftir tvo keppnisdaga en ekki hafa allir keppendur mótsins náð að klára tvo hringi vegna veðurs.

Hun An er með tveggja högga forystu á þá J.T. Poston, George McNeill, Scottie Scheffler og Tom Hoge en sá síðastnefndi leiddi eftir fyrsta keppnisdaginn.

Staða efstu kylfinga:

1. Byeong Hun An, -12
2. J.T. Poston, -10
2. George McNeill, -10
2. Scottie Scheffler, -10
2. Tom Hoge, -10

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá öðrum keppnisdegi í samantekt frá PGA mótaröðinni: