Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Keegan Bradley vann sitt fyrsta móti í yfir sex ár
Keegan Bradley
Mánudagur 10. september 2018 kl. 18:47

PGA: Keegan Bradley vann sitt fyrsta móti í yfir sex ár

Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley var rétt í þessu að landa sínum fyrsta sigri í yfir sex ár þegar að hann bar sigur úr býtum á BMW Championship mótinu. Leika þurfti bráðabana en þeir Bradley og Justin Rose enduðu báðir á 20 höggum undir pari.

Fyrir daginn var Rose í efsta sæti á 17 höggum undir pari og Bradley á 14 höggum undir pari. Rose lék hringinn í dag á 67 höggum og Bradley á 64 höggum. Fyrir lokaholu dagsins voru báðir kylfingarnir á 21 höggi undir pari en báðir fengu þeir skolla og þurfti því að grípa til bráðabana.

Justin Rose átti þetta pútt eftir fyrir sigri á 72. holu:

Í bráðabananum var 18. holan leikin aftur og þurfti aðeins að leika hana einu sinni til að fá úrslit. Bradley fékk par á meðan Rose fékk skolla.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.