Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

PGA: Kokrak sigurvegari í annað sinn
Jason Kokrak.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 31. maí 2021 kl. 16:13

PGA: Kokrak sigurvegari í annað sinn

Jason Kokrak vann í gær sinn annan sigur á PGA mótaröðinni á sínum ferli þegar að hann bar sigur úr býtum á Charles Schwab Challenge mótinu. Mikil spenna var framan af lokahringnum en svo fór þó að lokum að Kokra sigraði með tveimur höggum.

Fyrir lokadaginn voru þeir Kokrak og Jordan Spieth í töluverðum sérflokki en Spieth var höggi á undan Kokrak. Eftir níu holur í gær var staðan orðin jöfn en tveir fuglar hjá Kokrak snemma á síðari níu holunum komu honum í vænlega stöðu fyrir síðustu holurnar. Báðir kylfingarnir fengu tvo skolla á lokaholunum og endaði því Kokrak tveimur höggum á undan Spieth.

kylfingur.is
kylfingur.is

Kokrak lauk leik á samtals 14 höggum undir pari á meðan Spieth endaði á 12 höggum undir pari. Þetta er annar sigur Kokrak á PGA mótaröðinni eins og áður sagði en fyrsti sigur hans kom í október í fyrra og er þetta því annar sigur hans á þessu tímabili.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21