Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Lokahringnum frestað til mánudags
Tiger Woods er í 11. sæti eftir þrjá hringi.
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 19:29

PGA: Lokahringnum frestað til mánudags

Vegna mikillar rigningar náðu kylfingar ekki að hefja leik í dag, sunnudag, á lokahringnum á BMW Championship mótinu. Búið er að taka ákvörðun um að fresta hringnum til morguns en veðurspáin er þó ekki mikið skárri þann daginn og því óljóst hvernig framhald mótsins er.

Fari svo að keppendur mótsins nái að spila golf á mánudaginn er ólíklegt að allir nái að klára því samkvæmt veðurspánni verða þrumur og eldingar á svæðinu seinni partinn og mikil rigning jafnt og þétt yfir daginn.

Justin Rose var í forystu eftir 54 holur í mótinu. Fari svo að keppendur nái ekki að spila golf á mánudaginn er hann búinn að vinna mótið og þar með ljóst hvaða 30 keppendur komast á lokamót FedEx keppninnar. Vonandi er þó meira golf eftir.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)