Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Long og Henley á sjö höggum undir pari
Russell Henley.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 21:54

PGA: Long og Henley á sjö höggum undir pari

John Deere Classic mótið á PGA mótaröðinni hófst nú í kvöld í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Það eru þeir Adam Long og Russell Henley sem eru í forystu eftir daginn, höggi á undan næstu mönnum.

Báðir léku þeir á 64 höggum í dag, eða sjö höggum undir pari. Hringirnir hjá þeim voru ekki ósvipaðir en þeir voru báðir með átta fugla, einn skolla og restina pör.

Fimm kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Það eru þeir Martin Laird, Andrew Landry, Vaughn Taylor, Ryan Palmer og Robert Díaz.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.