Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

PGA: Long og Henley á sjö höggum undir pari
Russell Henley.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 21:54

PGA: Long og Henley á sjö höggum undir pari

John Deere Classic mótið á PGA mótaröðinni hófst nú í kvöld í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Það eru þeir Adam Long og Russell Henley sem eru í forystu eftir daginn, höggi á undan næstu mönnum.

Báðir léku þeir á 64 höggum í dag, eða sjö höggum undir pari. Hringirnir hjá þeim voru ekki ósvipaðir en þeir voru báðir með átta fugla, einn skolla og restina pör.

Örninn 2025
Örninn 2025

Fimm kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Það eru þeir Martin Laird, Andrew Landry, Vaughn Taylor, Ryan Palmer og Robert Díaz.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.