Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

PGA: McIlroy og Woods báðir meðal 10 efstu á stigalistanum
Tiger Woods og Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 16:59

PGA: McIlroy og Woods báðir meðal 10 efstu á stigalistanum

Norður-Írinn Rory McIlroy er kominn upp í 2. sætið á stigalista PGA mótaraðarinnar eftir sigurinn um helgina á HSBC heimsmótinu sem fór fram í Kína. McIlroy hefur einungis leikið í tveimur mótum á tímabilinu en endað í topp-10 í báðum tilfellum.

McIlroy er 24 stigum á eftir Bandaríkjamanninum Lanto Griffin sem er efstur með 737 stig eftir sigur á Houston Open mótinu í byrjun október. Næstu vikur mun McIlroy þó fara hægt og bítandi niður stigalistann því hann hefur gefið það út að hann mun einungis leika á einu móti á Evrópumótaröðinni þar til á næsta ári og engu á PGA.

Tiger Woods, sem sigraði á Zozo meistaramótinu, er einnig á topp-10 en hann er með 500 stig eftir einungis eitt mót eða fullt hús stiga. Ekki er víst hvenær Woods leikur næst í móti en hann hefur ekkert gefið út frá því í Japan.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Mayakoba Golf Classic sem fer fram dagana 14.-17. nóvember. Matt Kuchar hefur titil að verja í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum á PGA mótaröðinni.

Staða efstu manna:

1. Lanto Griffin, 737 stig
2. Rory McIlroy, 713
3. Justin Thomas, 662
4. Sebastian Munoz, 627
5. Kevin Na, 603
6. Sungjae Im, 599
7. Joaquin Niemann, 587
8. Hideki Matsuyama, 566
9. Cameron Champ, 561
10. Tiger Woods, 500