Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Moore með eins höggs forystu
Ryan Moore.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2019 kl. 21:27

PGA: Moore með eins höggs forystu

Fyrsti hringur Memorial mótsins var leikinn í dag og það Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore sem er í forystu eftir daginn. Forysta hans er aðeins eitt högg.

Moore gerði engin mistök á fyrsta hringnum. Hann hóf hringinn með látum með fimm fuglum á fyrstu sjö holunum. Á síðari níu holunum bætti hann við tveimur fuglum og kom því í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Einn í öðru sæti er fyrrum efsti maður heimslistans, Jordan Spieth. Hann lék á 66 höggum í dag þar sem hann fékk einn örn, fimm fugla, einn skolla og restina pör.

Tiger Woods er á meðal keppenda og er hann jafn í 19. sæti á samtals tveimur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)