Fréttir

PGA mótaröðin farin aftur af stað
Cameron Smith er efstur eftir fyrsta hring Sentry Tournament of Champions.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 7. janúar 2022 kl. 11:11

PGA mótaröðin farin aftur af stað

PGA mótaröðin hófst aftur í gærkvöldi eftir hlé yfir hátíðirnar. 38 kylfingar hófu leik á Sentry Tournament of Champions á Hawai en þeir höfðu unnið sér inn rétt til þátttöku á mótinu með sigri á síðasta tímabili.

Eftir fyrsta hring mótsins er það Ástralinn Cameron Smith sem leiðir mótið á 8 höggum undir pari. Fast á hæla hans fylgja Daniel Berger, Jon Rahm og Patrick Cantley, allir á 7 höggum undir pari.

Skor kylfinga var almennt gott í gær en aðeins þrír kylfingar léku hringinn yfir pari í Kapalua.

Cantlay og Rahm sem börðust um sigurinn á lokamótinu á síðasta tímabili leika saman í kvöld þegar mótinu verður framhaldið en þetta er fyrsta mót þeirra beggja í langan tíma.

Staðan í mótinu