Fréttir

PGA mótaröðin hefur göngu sína að nýju
Kevin Na.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 12:57

PGA mótaröðin hefur göngu sína að nýju

PGA mótaröðin hefur verið í fríi undanfarnar vikur en biðin eftir nýju tímabili er senn á enda. Á fimmtudaginn hefst fyrsta mót tímabilsins 2019-2020 en þá fer Military Tribute at The Greenbrier mótið fram.

Nokkrir af sterkustu kylfingum undanfarinna ára verða meðal keppenda, þar á meðal eru Bryson DeChambeau, J.B. Holmes, Marc Leishman og sigurvegari síðasta árs Kevin Na.

Margir af nýliðum mótaraðarinnar verða með og beinast margra augu að norska kylfingnum, Vikto Hovland. Hann vann sér inn þátttökurétt á PGA mótaröðinni eftir að enda á meðal 25 efstu á Korn Ferry mótaröðinni.