Fréttir

PGA mótaröðin heldur til Bermúda í haust
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 22:45

PGA mótaröðin heldur til Bermúda í haust

PGA mótaröðin hefur tilkynnt að nýtt mót verður á dagskrá í haust sem mun fara fram á Bermúda. Mótið mun bera heitið Bermuda Championship og verður það leikið dagana 31. október til 3. nóvembers og verður leikið á Port Royal vellinum.

Í fyrra var það Sanderson Farms Championship mótið sem var haldið þessa viku en það mót fór fram í Mississippi.

Ferðamálaráðuneyti Bermúda hefur skrifað undir 5 ára samning við PGA mótaröðinni og mun því mótið fara fram á hverju ári út árið 2023.

PGA mótaröðin hélt mót á Bermúda frá árinu 2007 og út árið 2014 en það mót var eingöngu ætlað kylfingum sem sigruðu á risamóti árið áður.