Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Na fagnaði öruggum sigri
Kevin Na.
Sunnudagur 26. maí 2019 kl. 21:56

PGA: Na fagnaði öruggum sigri

Bandaríski kylfingurinn Kevin Na var rétt í þessu að tryggja sér sinn þriðja sigur á PGA mótaröðinni með sigri sínum á Charles Schwab Challenge mótinu.

Na var með tveggja högga forystu fyrir daginn og sýndi engin merki um veikleika í dag. Á lokahringnum fékk hann sex fugla, tvo skolla og restina pör. Hann endaði því á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari, og samtals á 13 höggum undir pari.

Fjórum höggum á eftir, eða níu höggum undir pari, varð Tony Finau. Hann lék á 68 höggum í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)