Fréttir

PGA: Niemann einum fugli frá því að jafna met
Joaquin Niemann.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 08:00

PGA: Niemann einum fugli frá því að jafna met

Joaquin Niemann endaði í öðru sæti á fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni eftir bráðabana gegn Harris English.

Hinn 22 ára gamli Niemann hafði leikið hringina fjóra á 25 höggum undir pari en fugl á fyrstu holu bráðabanans hjá English kom í veg fyrir annan sigur Niemann á jafn mörgum árum.

Alls fékk Niemann 31 fugl um helgina sem er einungis einum fugli frá meti PGA mótaraðarinnar. Paul Gow og Mark Calcavecchia deila því meti en þeir fengu báðir 32 fugla í sitthvoru mótinu árið 2001.

Calcavecchia þekkja eflaust margir en Gow er ekki jafn þekkt nafn í golfheiminum. Hann náði ekki að vinna mót á PGA mótaröðinni á sínum ferli og tók einungis þátt í tveimur risamótum.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá 10 leikmenn sem hafa fengið flesta fugla í 72 holu móti á PGA mótaröðinni: