Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

PGA: Rahm í kjörstöðu lokahringinn
Jon Rahm leikur með Ryan Palmer í lokaholli dagsins.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 19. júlí 2020 kl. 09:30

PGA: Rahm í kjörstöðu lokahringinn

Spánverjinn Jon Rahm er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Memorial mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Rahm er á 12 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringi mótsins en Muirfield völlurinn hans Jack Nicklaus hefur reynst kylfingum nokkuð erfiður þessa helgina.

Sigur á morgun væri sá fjórði í röðinni hjá Rahm á PGA mótaröðinni en auk þess hefur hann sigrað sex sinnum á Evrópumótaröðinni.

Fjórum höggum á eftir Rahm eru þeir Ryan Palmer og Tony Finau. Danny Willett er svo á 6 höggum undir pari.

Tiger Woods er á meðal keppenda í fyrsta skiptið í fimm mánuði. Fyrir lokahringinn er hann jafn í 37. sæti á tveimur höggum yfir pari.

Lokahringur mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Staða efstu manna:

1. Jon Rahm, -12
2. Ryan Palmer, Tony Finau, -8
4. Danny Willett, -6
5. Jason Day, Henrik Norlander, -5