PGA: Schauffele í forystu eftir nýtt vallarmet
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er í forystu þegar CJ CUp mótið er hálfnað. Hann komst á toppinn með frábærum hring í gær þar sem hann setti nýtt vallarmet og er hann nú þremur höggum á undan næsta manni.
Dagurinn byrjaði ekki vel hjá Schauffele en á fyrstu holu dagsins missti hann rétt rúmlega meters pútt fyrir fugli. Hann datt þó heldur betur í gírinn eftir það og fékk sjö fugla á næstu átta holum og lék því fyrsti níu holurnar á 29 höggum en hann hóf leik á 10. braut. Á síðari níu holunum datt botninn aðeins úr þessu hjá Schauffele og fékk hann aðeins einn fugl en restina pör. Hringinn lék hann því á 64 höggum og er það nýtt vallarmet á Shadow Creek vellinum. Eftir daginn er Schauffele á samtals 14 höggum undir pari.
Höggi á eftir honum er Tyrrell Hatton en Hatton hefði deginum áður jafnað vallarmetið upp á 65 högg. Hann lék á 68 höggum í gær, eða fjórum höggum undir pari og er hann því samtals á 11 höggum undir pari.
Hérna má sjá stöðuna í mótinu.
Tyrrell Hatton.