Fréttir

PGA: Scott fagnaði tveggja högga sigri
Adam Scott.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 16. febrúar 2020 kl. 23:16

PGA: Scott fagnaði tveggja högga sigri

Genesis Invitational mótið á PGA mótaröðinni var rétt í þessu að klárast. Það var Ástralinn Adam Scott sem stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi lokadag.

Scott var efstur fyrir daginn ásamt þeim Rory McIlroy og Matt Kuchar. Það gekk á ýmsu á lokadeginum og lentu til að mynda Scott og McIlroy í miklum vandræðum í byrjun hrings. Það kostaði Scott tvö högg og var hann um tíma búinn að missa efsta sætið. Hann náði þó með góðri spilamennsku að koma sér undir par og endaði hann hringinn á 70 höggum, eða höggi undir pari, og mótið því samtals á 11 höggum undir pari.

Tveimur höggum á eftir, eða á níu höggum undir pari, urðu þeir Sung Kang, Scott Brown og Matt Kuchar. Brown átti besta hring dagsins en hann lék á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari.

Þetta var fyrsti sigur Scott á PGA mótaröðinni síðan 6. mars árið 2016. Hann hefur nú unnið mót á mótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.