Fréttir

PGA: Tæplega helmingur keppenda náði að klára fyrsta hringinn
Tom Hoge.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 08:43

PGA: Tæplega helmingur keppenda náði að klára fyrsta hringinn

Fresta þurfti leik vegna veðurs á Sanderson Farms Championhip mótinu á fyrsta keppnisdegi sem gerði það að verkum að tæplega helmingur keppenda kláraði fyrsta hringinn í gær.

Af þeim kylfingum sem náðu að klára fyrir frestun lék Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge best en hann kom inn á 8 höggum undir pari. Hoge fékk átta fugla og tapaði ekki höggi á hringnum.

Hoge er með högg í forskot á þá Robert Streb, Cameron Percy og Seamus Power. Sex kylfingar deila svo fimmta sætinu á 5 höggum undir pari og þar af tveir kylfingar sem hafa ekki klárað fyrsta hringinn en það eru þeir Byeong Hun An sem kláraði 11 holur og J.T. Poston sem var á fimm undir eftir einungis 8 holur.

Sigurvegari síðustu helgar, Joaquin Niemann, fór vel af stað á Sanderson Farms mótinu og er jafn í 11. sæti á 4 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Fyrsti og annar hringur mótsins verða leiknir í dag.

1. Tom Hoge, -8
2. Robert Streb, -7
2. Cameron Percy, -7
2. Seamus Power, -7
5. Zac Blair, -5
5. Emiliano Grillo, -5
5. Zach Johnson, -5
5. Mark Anderson, -5
5. Byeong Hun An, -5 e. 11 holur
5. J.T. Poston, -5 e. 8 holur