Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

PGA: Taylor með tveggja högga forystu
Nick Taylor.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. janúar 2021 kl. 09:30

PGA: Taylor með tveggja högga forystu

Kanadabúinn Nick Taylor er með tveggja högga forystu þegar Sony Open mótið á PGA mótaröðinni er hálfnað.

Taylor, sem lék annan hringinn á 8 höggum undir pari, er samtals á 12 höggum undir pari eftir tvo hringi, tveimur höggum á undan 5 kylfingum.

Fari svo að Taylor vinni á sunnudaginn verður það þriðji sigur hans á PGA mótaröðinni en hann sigraði 2014 á Sanderson Farms meistaramótinu og í fyrra á AT&T Pebble Beach Pro-Am.

Stewart Cink, Webb Simpson, Russell Henley, Vaughn Taylor og Chris Kirk deila öðru sætinu á 10 höggum undir pari. 8 kylfingar eru svo í 7. sæti á 9 höggum undir pari, einungis 3 höggum frá efsta sætinu.

Sigurvegari síðasta árs, Cameron Smith, er á 7 höggum undir pari eftir tvo hringi og komst því auðveldlega í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við fjögur högg undir par.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.