Fréttir

PGA: Thomas enn efstur fyrir mótið í Mexíkó
Justin Thomas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 23:12

PGA: Thomas enn efstur fyrir mótið í Mexíkó

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er sem fyrr í efsta sæti stigalistans á PGA mótaröðinni. Thomas hélt efsta sætinu eftir mót helgarinnar þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn.

Thomas er með 1.307 stig á stigalistanum og er rúmum 200 stigum á undan Webb Simpson sem er annar. Brendon Todd er svo í þriðja sæti en umræddir kylfingar eru þeir einu á mótaörðinni sem eru komnir með meira en 1.000 stig.

Sigurvegari helgarinnar, Adam Scott, er hástökkvari vikunnar en hann situr nú í 16. sæti með 648 stig. Scott hafði ekki sigrað á mótaröðinni frá árinu 2016 þegar kom að móti helgarinnar en hann er nú kominn með 14 sigra á sínum farsæla ferli.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er heimsmótið í Mexíkó sem fer fram dagana 20.-23. febrúar. Flestir af bestu kylfingum mótaraðarinnar eru skráðir til leiks í mótið en þó vantar kylfinga á borð við Tiger Woods, Brooks Koepka, Justin Rose.

Staða 10 efstu á stigalistanum fyrir mót vikunnar á PGA mótaröðinni:

1. Justin Thomas, 1.307 stig
2. Webb Simpson, 1.078 stig
3. Brendon Todd, 1.046 stig
4. Lanto Griffin, 981 stig
5. Rory McIlroy, 968 stig
6. Sebastian Munoz, 945 stig
7. Hideki Matsuyama, 768 stig
8. Marc Leishman, 746 stig
9. Cameron Smith, 744 stig
10. Sungjae Im, 740 stig

Stigalistinn í heild sinni.


Adam Scott.