Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

PGA: Þrír jafnir á toppnum
Joaquin Niemann.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 15. janúar 2021 kl. 10:00

PGA: Þrír jafnir á toppnum

Bandaríkjamennirnir Peter Malnati og Jason Kokrak deila forystunni ásamt Joaquin Niemann frá Síle á Sony Open sem hófst á fimmtudaginn á PGA mótaröðinni.

Kylfingarnir þrír léku allir á 8 höggum undir pari og eru tveimur höggum á undan næstu kylfingum.

Niemann hefur verið sérstaklega heitur undanfarnar vikur en hann tapaði í bráðabana um sigur á fyrsta móti ársins og hefur nú fengið 39 fugla á síðustu 90 holum.

Tveimur höggum á eftir Malnati, Kokrak og Niemann eru sex kylfingar á 6 höggum undir pari. Annar hringur mótsins fer fram í dag.

Sigurvegari síðasta árs, Cameron Smith, byrjaði ágætlega í mótinu og er á 3 höggum undir pari eftir fyrsta hring. Hann deilir 40. sæti ásamt 13 öðrum kylfingum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.