Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Þrír kylfingar jafnir á toppnum
Martin Kaymer.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 22:45

PGA: Þrír kylfingar jafnir á toppnum

Annar dagur Memorial mótsins fór fram í dag og er mikil spenna á toppnum eftir daginn. Þrír kylfingar eru jafnir í efsta sætinu á níu höggum undir pari, höggi á undan næsta manni.

Kylfingarnir eru þeir Troy Merritt, Kyoung-Hoon Lee og Martin Kaymer. Merritt lék best af þeim þremur en hann kom í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Lee lék á 67 höggum og að lokum lék Kaymer á 68 höggum.

Fyrrum efsti maður heimslistans, Jordan Spieth, er einn í fjórða sæti á átta höggum undir pari. Hann lék á 70 höggum í dag, eða tveimur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)