Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Tiger getur enn orðið stigameistari
Tiger Woods.
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 16:31

PGA: Tiger getur enn orðið stigameistari

Á fimmtudaginn hefst lokamót tímabilsins á PGA mótaröðinni, Tour Championship, sem fer fram á East Lake vellinum í Atlanta. 

Alls keppa 30 bestu kylfingar mótaraðarinnar í mótinu og leika um stigameistaratitilinn og þær 10 milljónir Bandaríkjadollara sem því fylgir.

Allir 30 kylfingarnir eiga möguleika á því að verða stigameistarar en líkurnar eru þó ekki miklar hjá þeim sem eru fyrir utan fimm efstu sætin.

Reglan er sú að takist kylfingi í einu af fimm efstu sætunum að sigra á mótinu stendur sá einstaklingur uppi sem stigameistari, sama hvernig öðrum gengur. Í ár eru það þeir Bryson DeChambeau, Justin Rose, Tony Finau, Dustin Johnson og Justin Thomas sem eru í topp-5 sætunum fyrir lokamótið.

Fari svo að enginn þeirra vinni mótið getur margt gerst og til að mynda gæti Tiger Woods, sem hefur ekki unnið mót á tímabilinu, orðið stigameistari. Til þess að það gerist verða allir af eftirfarandi hlutum að gerast:

1. Woods þarf að sigra á Tour Championship
2. Bryson DeChambeau verður að enda jafn í 15. sæti eða neðar
3. Justin Rose verður að enda jafn í 5. sæti eða neðar
4. Tony Finau verður að enda í 3. sæti eða neðar
5. Dustin Johnson verður að enda jafn tveimur öðrum í 2. sæti eða neðar
6. Justin Thomas verður að enda jafn tveimur öðrum í 2. sæti eða neðar
7. Keegan Bradley (situr í 6. sæti stigalistans) verður að enda jafn einum öðrum í 2. sæti eða neðar

PGA mótaröðin hefur sett saman lista þar sem búið er að útskýra hvernig allir 30 kylfingarnir geta orðið stigameistarar á sunnudaginn þegar Tour Championship mótið klárast. Hér er hægt að skoða hann.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)